Thursday, December 27, 2007

jæja þetta er orðið gott

Börnin mín eru búin að vera í útlöndum í viku og mér finnst þetta orðið fínt, vil fá þau aftur núna takk. Ekki það að ég er búin að hafa það voða næs en vika er meira en nóg, ég er dauðfegin að vera að fara að vinna alla helgina lætur tímann líða hraðar en vá hvað það er hægt að sakna svona óþekktarorma mikið, vantar svo mikið unglinginn minn með fyndnu gelgjuveikina og litla orminn minn hann Gumma til að segja mér allskonar vitleysu ,,, heyrði í honum áðan og hann er að fá hálsbólgu og þá þarf maður að vera hjá mömmu er það ekki... Omg það bara liggur við að ég fari að grenja... En löng vinnuhelgi framundan og þá eru bara 4 dagar:)

Monday, December 24, 2007

jólablogg

Jæja þá er aðfangadagur runnin upp með snjó og læti, held samt að honum sé að rigna í burtu:(. Börnin mín hringdu áðan já já þau voru bara í 30 stiga hita á ströndinni og Gummi segir að hann sé orðinn shit brúnn sko:). En annars bíð ég bara spennt eftir að allt þetta aðfangadagsvesen verði búið, því að í kvöld ætla ég að afsveina fóstbræðraspóluna mína og fara í náttarann og hanga upp í sófa og helst ekki hreyfa mig mikið.... allir velkomnir sem eru í sama gírnum:) En annars bara gleðileg jól dúllurnar mínar,,, elska ykkur öll alveg í tætlur:)

Thursday, December 20, 2007

ekki svona jólakort fyrir mig takk


Vá hvað mér finnst þessar kellingar klikkaðar ,,, ég yrði ekki kát ef ég fengi svona jólakort finnst þetta mjög ósmekklegt. Afhverju þurfa þær líka alltaf að koma með einhver vonlaus slagorð eins og bolirnir sem þær bjuggu til "konur eru líka fólk í fötum" what..Var einhver sem var ekki að fatta það ..svo verða þær alltaf voða hissa þegar þaim er úthúðað á bloggum.































Ertu skarpari en .......

Ég sem hélt að við hefðum loksins uppgvötvað sjónvarpsefni á eigin spýtur en nei þetta er líka tekið frá kananum.... Nema að ég held að það sé aðeins gáfaðara fólk í þessu á Íslandi




http://www.youtube.com/watch?v=uEP7uti0PDw

Tuesday, December 18, 2007

Monday, December 17, 2007

idol,idol,idol???

Ég var að lesa fréttirnar og ég held að við séum að verða uppiskroppa með fréttaefni hér á Íslandi... Afhverju er þetta mál með Kalla Bjarna svona stórmerkilegt hvenær var maðurinn frægur?? Ekki var viðtal við mömmu hans Gunna Putta sem situr núna inni fyrir stórfellda glæpi á Litla Hrauni ég bara get ekki séð að Kalli Bjarni hafi verið eitthvað frægari en hann.. Séð og heyrt var með ósmekklega frétt um daginn að pabbi hans KB hefði dáið ,,, vá hver fer með þetta í blöðin ég bara spyr er þetta einhver í fjölskyldunni sem vantar athygli eða pening ég bara spyr.en g er nú glöð með það að réttarkerfið á Íslandi virki líka á "frægt fólk"... Og svona í lokin þá spyr ég hvað telja Íslendingar vera frægð???

Friday, December 14, 2007

Monday, December 3, 2007

Jólagjafir

Ég er ekki sú verslunarglaðasta manneskja í heimi finnst ekkert sérstaklega gaman að þræða búðir og hvað þá á þessum tíma... mér finnst að allir eiga bara að byrja að safna einhverju eins og matarstelli eða sokkum því þá yrði þetta svo lítið mál.. Ég veit hvað ég ætla að gefa sjálfri mér og það er fóstbræðraserían og mun ég liggja fyrir framan imbann öll jólin bara ég, sængin, nammiskálin og fóstbræður:). Annars langar mig mest að finna þá manneskju sem ákvað að hafa jólasveinana 13 og fannst ótrúlega sniðugt að þeir skyldu allir gefa í skóinn .Úff þetta er eitt það leiðinlegasta við jólin af því að ég man þetta alltaf um miðja nótt og þarf þá að rjúka út í búð eins og reytt hæna í náttbuxum í leit að einhverju rusli... jæja ætla að hætta að tuða í bili og reyna að finna þetta jólaskraut og reyna að lífga upp á þetta myrkur úti:))

Monday, November 26, 2007

smá væl bara fyrir ykkur :)

Jæja þá eru jólin að koma einu sinni enn mér finnst nýbúið að vera vor úff þetta líður aðeins of hratt, eða mér finnst það þótt að það sé voða gott því áður en maður veit af verður komið sumar:) Ég er að reyna að byrja að skreyta heima hjá mér og komast í jólaskap því mér kvíður pínu fyrir þessum jólum þar sem að börnin mín verða á kanarí frá 20 des til 3 jan.... úff hvað ég held að það verði erfitt að vera fyrstu jólin án þeirra væri öðruvísi ef ég væri fimmtug og þau flutt að heiman. Ég á líklega eftir að hella mér bara út í vinnu og liggja fyrir framan sjónvarpið yfir fóstbræðrum þar sem að planið er að kaupa alla seríuna og gefa sjálfri mér í jólagjöf:) Ég var búin að troða mér í mat til Drífu vinkonu á Aðfangadag en vá hvað mamma tók það nærri sér þannig að ég verð líklega að fara þangað í mat svo henni sárni nú ekki of mikið og geri mig arflausa....

En út í allt annað að þá er ég á fullu að leita mér að öðru djobbi er orðin hundleið á þessu starfi eða það er að segja barnapíustarfinu verð bara að halda út nokkra mánuði enn :) :( :/
Annars er nú ýmislegt að pirra mig þessa dagana sem ég er ekki alveg viss hvernig ég á að taka á en ég ætla nú ekkert að fara að hella því yfir ykkur þannig að ég bara kveð í bili .....

Thursday, November 22, 2007

Hver vil ég vera???

Ég er alveg á því að allir séu pottþétt með 2 ef ekki 3-4 persónuleika þannig að beisiklí erum við öll geðveik.... Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég örverpið í fjölskyldunni og hef kanski komist upp með ýmislegt... en þegar ég var krakki var ég líklega haldin illum anda því ég var bully.. lamdi frænku mína með sippubandi af því að hún kunni ekki að sippa btw ég var 7 og hún 4... gerði grín að bestu vinkonu minn af því að var ekki synd 5 ára og er ég bara ekkert hissa að við séum ekki vinkonur í dag... Ég laug ósjaldan og t.d. laug ég upp á strákinn á móti sem var 13 að hann væri alltaf að stela einhverjum böndum af klossunum mínum (af því að 13 ára strák langar nenfilega svo mikið að eiga svoleiðis) það stal þeim enginn ég henti þeim í niðurfallið af því að mig langaði að eiga alla liti af þessum stórmerkilegu klossum. Ég er ekki alveg viss hvenær ég skipti um persónuleika því ég var hálfgert kvikindi og smá lygari á mínum unglingsárum en hvað unglingur er ekki svoleiðis... Ég er hinsvegar alveg á því að ég sé gjörbreytt manneskja í dag þótt að þessu púki fortíðar blundi stundum í mér en ég lýg nú ekki upp á fólk.. Þannig að ég var að spá þar sem ég er gjörsamlega á villgötum með sjálfan mig stundum ætli það sé bara hægt að breyta persónuleikanum sínum eða er þetta meðfæddur anskoti???? og er hægt að týna sjálfum sér þið vitið er maður ekki alltaf þar sem maður er vá þið verðið alla helgina að pæla í þessu:)

Wednesday, November 14, 2007

Mín fyrstu kaup á e-bay



Já ég hef alltaf verið að spá í hvað fólk er alltaf að versla á e-bay..... jæja fór að skoða þarna í gær og ákvað að testa þetta uppboðsdæmi.... ég vann eða þið vitið það var reyndar enginn að bjóða í gripinn nema ég og ég passaði mig á að kaupa eitthvað sem var lítill tími eftir þar sem´að ég er mjög óþolinmóð þegar kemur að því að bíða.... Hér er mynd af gripnum sem kostaði mig 3000 hingað kominn...:)


Tuesday, October 30, 2007

Ríðusögur

Þegar ég las blaðið í morgun þá komst ég að því að við mannkynið erum ekki alveg það gáfaðasta sem finnst á þessari jörðu..... ókey það var frétt um mann í Bretlandi sem að var settur á lista yfir kynferðisbrotamenn fyrir að hafa mök við reiðhjól.....Er ekki allt í lagi???? hann gerði þetta inn á hótelherbergi ekki út á götu það var bara einhver sem labbaði inn á hann og varð svona líka um að hann hringdi á lögguna...Ætli það megi stunda sjálfsfróun án þess að eiga á hættu að vera kærður?? En það var líka í fréttinni að maður var eitt sinn handtekinn fyrir að hafa mök við gangstétt ókey það er kanski skiljanlegra þar sem að það er á almannafæri en fyrirgefið er hægt að hafa mök við gangstétt og hjól??

Sunday, October 28, 2007

Tattostofa Gumma

Ég er nú kanski eins og flestir vita sem lesa þessa síðu dagmamma og er því alltaf heima á daginn þegar skólinn er búinn hjá litla gerpinu.... Það er því mjög vinsælt að koma hingað eftir skóla hjá strákunum af því að ég baka fyrir þá og litlum strákum er eitthvað illa við það að vera einir heima. En ég er mjög þolinmóð og er yfirleitt með svona 11 krakka eftir hálftvö ég veit er að bíða eftir að ég snappi einn daginn og endi á 33 c..... en um daginn var ég ekki í góðu skapi einn sem ég er að passa var búin að væla meira og minna allan daginn og Gummi kemur heim og eftir stutta stund byrjar hópurinn að hrúgast inn og ég nett pirruð og æsti mig eitthvað yfir þessu og sagði að ég nennti ekki að hafa fullt hús af krökkum..... Gummi horfði bara á mig og sagði svo róleg þetta eru viðskiptavinir????' Já ég bara gat lítið sagt við því ,,, pabbi hans gaf honum nefnilega einhverja tatto vél um daginn og já sonur minn sá sér leik á borði og er búin að opna tattostofu.... Ég er samt að spá í að leyfa bara vissa opnunartíma ,,,kæri mig nú ekki um að fá fólk allan sólarhringinn í tatto.... En mikið svakalega er erfitt þegar börn fara í taugarnar á manni Gummi á einn vin sem að ég bara meika ekki og mér finnst það svo leiðinlegt og í rauninni hálf barnalegt af mér en það er bara sama hvað ég reyni að vera næs við hann það virkar ekki ég fæ alveg fjólubláar bólur bara þegar ég sé númerið hans á númerabirtinum og langar yfirleitt ekkert að svara en ef ég geri það ekki þá er hann mættur efti 1 af því að hann veit að ég er heima...

Wednesday, October 24, 2007

tuð,tuð, tuð og aðeins meira tuð

Afhverju er rigning og rok úti ..... afhverju er ekki alltaf gott veður ,, þá myndi maður líklega liggja hérna vælandi á blogginu og spyrja afhverju kemur ekki rigning... Æ er maður einhverntímann sáttur við að vera nákvæmlega þar sem maður er eða það sem maður er að gera.... Er ég ein um að vera svona mikið firðildi og langa að vera einhverstaðar annarstaðar og er alltaf að abbóast út í ríka fólkið ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir það að eiga þó bíl og íbúð og mat en það væri næs að vera fljúgandi ríkur þó ekki nema bara í viku eða svo...
Maður gæti náttúrulega alveg tekið eitt heljarins lán og þóst vera ríkur í viku en ætli maður þyrfti ekki að borga af því og mig langar nú ekki það mikið að verða rík að ég vilji fara á hausinn við það.....

Wednesday, October 10, 2007

ómerkilegar upplýsingar um mig

Well það er orðið pínu langt síðan ég bloggaði var reyndar svo æst síðast þegar ég ætlaði að blogga að ég eyddi öllu út...... en er samt löngu búin að gleyma yfir hverju ég var svona æst yfir:)
Ég hef þó ekkert merkilegt að segja er bara eiginlega alltaf vinnandi og gæti svosem alveg sagt ykkur fyndnar, ófyndnar,ógeðslegar og klikkaðar sögur frá aroma en ætla að geyma það til betri tíma.... En hafið þið spáð í því að það eru bara 2 mánuðir til jóla ekki það að ég sé að bíða eftir þeim með eftirvæntingu þar sem að ég verð ein í kotinu eða það er að segja börnin verða á kanarí..... pínu fúlt fyrir mig en ábyggilega mjög gaman fyrir þau:) Ætli maður reyni ekki bara að vinna og vinna á meðan.... held að ég sé að breytast í vinnualka, er alltaf að vinna þótt að ég sé alltaf að segja að nú taki ég mér frí í nokkra daga.... en nei það er hringt í mig og áður en ég veit af er ég búina að missa orðið já út úr mér og komin í vinnudressið.... En ég ætla sko að vera heima hjá mér um helgina og sofa út og borða nammi og góðan mat og helst að gera ekki neitt..