Wednesday, October 15, 2008

Samsæriskenningar ruglaða fólksins

Ég stórefast um að nokkur sé að lesa þetta blogg lengur þar sem að ég var eiginlega búin að gleyma því sjálf að ég ætti blogg.... Eins og flestir hafa tekið eftir að þá er eitthvað fjármálavesen í heiminum og já já það er slæmt en getur nú varla versnað....Þetta er fínt sko nú hefur maður einhverja sögu að segja barnabörnunum þegar maður verður gamall... Annars held ég að þetta sleppi hjá mér en ef ekki að þá er systir mín búin að bjóðast til að innrétta bílskúrinn sinn fyrir mig hversu sætt er það ...:) Annars ætlaði ég að tala um fólkið sem að er að fara yfirum og er að taka alla sína peninga út úr bankanum og geyma undir koddanum sínum... er svo með stöðugar áhyggjur að securitas sé að fara á hausinn og hvað þá,,,,ímynda sér hluti sem eru ekki að gerast....Fólk er t.d. sannfært um að fólkið á fínu stóru jeppunum séu klárlega að reyna að valda árekstri við litla smábíla til að fá bílinn borgaðann...Fólk er að hamstra mat eins og vitleysingar og svo heyrir maður að búðir eins og Bónus séu að fela mat til að fólk haldi að allt sé að klárast.... Ókey segjum að skortur yrði á mat það verður aldrei það slæmt að ALLT klárist maður verður bara að lifa á bökuðum baunum sem er alls ekki svo slæmt fyrir utan fretið og smellið af því. Einn einkaþjálfari í WC sagði við mig um daginn að þetta væri þrælfínn tími þar sem að fólk væri að spara og lifði á haframjöli og vatni,,, það auðveldaði vinnuna hans heilmikið.... Ég tel það rangt hjá honum þar sem að ég held að sala á mc donalds muni aukast til muna núna og við endum sem feitasta þjóðin í heiminum með dauðan gjaldmiðil.

Annars er ég bara góð fyrir utan að ég hef ekki hugmynd um hvað ég vil er að skoða skóla á fullu í trollhättan, en er ekki viss um að mig langi að fara út..... langar í sumarbústað NÚNA eða kannski bara að flytja út á land.... Er ekki komin með kall ennþá sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ég virðist alltaf falla fyrir MR.wrong sem minnir mig á það munið þið eftir myndinni MR.wrong hún var sjúklega fyndin... hún verður klárlega tekin á dvd um helgina... Well hef ekkert meira að segja í bili og ekkert víst að hafi eitthvað meira að segja á næstunni á mér voða lítið líf þessa dagana þar sem að ég vinn og vinn aðeins meira borða stundum og skelli mér í ræktina....helgarfríinu ætla ég að eyða á handboltamóti og að horfa á MR.wrong að sjálfsögðu og borða nammi en er farin að rugla og gleyma að gera punkta .....

Tuesday, May 6, 2008

Hvað er eiginlega að frétta???

Jæja ég er að hugsa um að deila með ykkur einhverju ómerkilegu og merkilegu það er að segja ef að einhver les þessa síðu ennþá hef ekki bloggað í laaannngan tíma. Annars er nú ekkert voðalega mikið að frétta því ef ég er ekki að vinna að þá er ég bara að vinna einhversstaðar annarstaðar held að ég sé búin að koma mér í allar nefndir sem hægt er að vera í .... hef ekki hugmynd afhverju því ég er ekki sú skipulagðasta..... En það er líklega af því að ég er LÚÐI eða það segir dóttir mín það fylgdi reyndar með að ég væri líka KRÚTT þannig að þetta er ekki svo slæmt eða þannig ,33 ára og lúðalegt krútt.... kannski ekki það sem manni langar að vera....

Ég er ennþá kallalaus og afhverju get ég sagt ykkur en ætla ekki að gera það he he he en það er alveg merkilegt hvað margir hafa miklar áhyggjur af þessu og ég hef verið spurð hvort að það sé eitthvað að mér andlega að því að ég á ekki mann.... Maður eignast ekki bara mann af því að það þykir normalt, maður þarf nú að finna eitthvað er það ekki og ég er bara ótrúlega feimin og bíð alltaf eftir að karlmaðurinn taki sig til og lesi hugsanir mínar, átti sig á hvað ég er in love og taki fyrsta skrefið.....Þannig að líklega eru líkurnar á að ég gifti mig á næstu 5 árum engar:)

Vá en annars er ég búin að steingleyma hvað ég ætlaði að segja ykkur þannig að þetta stórmerkilega blogg er líklega ekkert að fara að vera neitt merkilegt en vá ég bloggaði þó er það ekki í áttina

Thursday, February 14, 2008

Tuesday, February 5, 2008

ekki er nú öll vitleysan jafn gáfuleg

Það virðist vera nýjasta tíska í heiminum í dag að vera með boð og bönn,, reykingarbannið er í uppreisn og upp að vissu marki skil ég það vel. Ég er nú ekki inn á því að það eigi að reykja allstaðar en finnst allt í lagi að það sé leyfilegt að hafa einhvern gasklefa inn á hverjum stað ef að fólk kærir sig frekar um það heldur en að standa úti,, þetta gæti líka orðið heilmikill sparnaður fyrir reykingarfólk því yfirleitt er nóg að standa bara inni í reyknum í svona 5mín og þú þarft ekki að reykja næstu tímana. En ég var annars að lesa um eitt bannið sem sett hefur verið á í Missisippi sem er eiginlega út í hróa,, semsagt matsölustaðir eiga í hættu á að missa leyfið ef að þeir verða sekir um að selja offitusjúklingum mat.... þetta er svona svipað og ríkinu yrði bannað að selja ölkum áfengi. En þessi lög á reyndar eftir að samþykkja en þetta er ameríka þannig að þau verða pottþétt samþykkt,,, það má varla faðma neinn þarna úti án þess að vera bara hent í jailið fyrir kynferðibrot.

Já þetta er spurning,, annars eru öfgarnir svo svakalegir í dag að maður hefur bara eiginlega ekki hugmynd hvernig maður á að vera ég er pottþétt offitusjúklingur í augum einhvers... en mér er svosem alveg sama maður á bara að finna það hjá sér hvernig manni líði best .... En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef alveg skoðanir á allt allt of feitu fólki og allt of grönnu fólki hef enga trú á því að þeim líði geðveikt vel.. það hlýtur að vera grútleiðinlegt að borða ekki neitt eða borða og æla því,,, já af því að epli er svo fitandi... Það hlýtur líka að vera óþægileg tilfinning að geta borðað 16 tommu pitsu og drukkið 2 lítra af kók með aleinn á 15 mín. já þetta var pæling dagsins ég er samt að hugsa um að gera hvorugt sko... well see you later folks :)

Monday, February 4, 2008

Ég var að horfa á Dr.Phil og þátturinn er ískyggilega farinn að minna mig á The Jerry Springer show, hver man ekki eftir þeim vangefna þætti þar sem að mamman var pottþétt búin að sofa hjá kærasta dótturinnar en dóttirin var líka pottþétt búin að sofa hjá bestavini kærastans.... Það var einmitt í Phillaranum kona sem hafði verið ættleidd og varð fyrir því óhappi þegar hún varð eldri að sofa hjá blóðfaðir sínum sem var 20 árum eldri en hún... ég meina common hverjar eru líkurnar og hvað er manneskjan að sofa hjá einhverjum sem er 20 árum eldri en hún er það ekki bara pínu grose.... En í alvöru talað haldið þið í alvörunni að það sé svona mikið af klikkuðu liði í bandaríkjunum sem er tilbúið að sjónvarpa öllum sínum klikkuðu hugsunum að það sé bara hægt að búa til heilu þáttaraðirnar um það???
http://youtube.com/watch?v=c4Wm4DXkcj0

http://youtube.com/watch?v=Isg0zAXPeu0

Ég held að þetta sé bara eitthvað djók er ekki alveg að kaupa þetta en ætla samt að hafa varann á og flytja ekki til ameríku.

Friday, January 4, 2008

Ástþór Magnússon

Eigum við eitthvað að ræða það fífl.... er hann tregur eða finnst honum bara gaman að fara í forsetaframboð.. Mig minnir að hann hafi ekki ná 2% atkvæða síðast og þau atkvæði sem hann náði sér í voru eitthvað frat.. Frekar vil ég bara grísinn áfram.