Tuesday, October 30, 2007

Ríðusögur

Þegar ég las blaðið í morgun þá komst ég að því að við mannkynið erum ekki alveg það gáfaðasta sem finnst á þessari jörðu..... ókey það var frétt um mann í Bretlandi sem að var settur á lista yfir kynferðisbrotamenn fyrir að hafa mök við reiðhjól.....Er ekki allt í lagi???? hann gerði þetta inn á hótelherbergi ekki út á götu það var bara einhver sem labbaði inn á hann og varð svona líka um að hann hringdi á lögguna...Ætli það megi stunda sjálfsfróun án þess að eiga á hættu að vera kærður?? En það var líka í fréttinni að maður var eitt sinn handtekinn fyrir að hafa mök við gangstétt ókey það er kanski skiljanlegra þar sem að það er á almannafæri en fyrirgefið er hægt að hafa mök við gangstétt og hjól??

Sunday, October 28, 2007

Tattostofa Gumma

Ég er nú kanski eins og flestir vita sem lesa þessa síðu dagmamma og er því alltaf heima á daginn þegar skólinn er búinn hjá litla gerpinu.... Það er því mjög vinsælt að koma hingað eftir skóla hjá strákunum af því að ég baka fyrir þá og litlum strákum er eitthvað illa við það að vera einir heima. En ég er mjög þolinmóð og er yfirleitt með svona 11 krakka eftir hálftvö ég veit er að bíða eftir að ég snappi einn daginn og endi á 33 c..... en um daginn var ég ekki í góðu skapi einn sem ég er að passa var búin að væla meira og minna allan daginn og Gummi kemur heim og eftir stutta stund byrjar hópurinn að hrúgast inn og ég nett pirruð og æsti mig eitthvað yfir þessu og sagði að ég nennti ekki að hafa fullt hús af krökkum..... Gummi horfði bara á mig og sagði svo róleg þetta eru viðskiptavinir????' Já ég bara gat lítið sagt við því ,,, pabbi hans gaf honum nefnilega einhverja tatto vél um daginn og já sonur minn sá sér leik á borði og er búin að opna tattostofu.... Ég er samt að spá í að leyfa bara vissa opnunartíma ,,,kæri mig nú ekki um að fá fólk allan sólarhringinn í tatto.... En mikið svakalega er erfitt þegar börn fara í taugarnar á manni Gummi á einn vin sem að ég bara meika ekki og mér finnst það svo leiðinlegt og í rauninni hálf barnalegt af mér en það er bara sama hvað ég reyni að vera næs við hann það virkar ekki ég fæ alveg fjólubláar bólur bara þegar ég sé númerið hans á númerabirtinum og langar yfirleitt ekkert að svara en ef ég geri það ekki þá er hann mættur efti 1 af því að hann veit að ég er heima...

Wednesday, October 24, 2007

tuð,tuð, tuð og aðeins meira tuð

Afhverju er rigning og rok úti ..... afhverju er ekki alltaf gott veður ,, þá myndi maður líklega liggja hérna vælandi á blogginu og spyrja afhverju kemur ekki rigning... Æ er maður einhverntímann sáttur við að vera nákvæmlega þar sem maður er eða það sem maður er að gera.... Er ég ein um að vera svona mikið firðildi og langa að vera einhverstaðar annarstaðar og er alltaf að abbóast út í ríka fólkið ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir það að eiga þó bíl og íbúð og mat en það væri næs að vera fljúgandi ríkur þó ekki nema bara í viku eða svo...
Maður gæti náttúrulega alveg tekið eitt heljarins lán og þóst vera ríkur í viku en ætli maður þyrfti ekki að borga af því og mig langar nú ekki það mikið að verða rík að ég vilji fara á hausinn við það.....

Wednesday, October 10, 2007

ómerkilegar upplýsingar um mig

Well það er orðið pínu langt síðan ég bloggaði var reyndar svo æst síðast þegar ég ætlaði að blogga að ég eyddi öllu út...... en er samt löngu búin að gleyma yfir hverju ég var svona æst yfir:)
Ég hef þó ekkert merkilegt að segja er bara eiginlega alltaf vinnandi og gæti svosem alveg sagt ykkur fyndnar, ófyndnar,ógeðslegar og klikkaðar sögur frá aroma en ætla að geyma það til betri tíma.... En hafið þið spáð í því að það eru bara 2 mánuðir til jóla ekki það að ég sé að bíða eftir þeim með eftirvæntingu þar sem að ég verð ein í kotinu eða það er að segja börnin verða á kanarí..... pínu fúlt fyrir mig en ábyggilega mjög gaman fyrir þau:) Ætli maður reyni ekki bara að vinna og vinna á meðan.... held að ég sé að breytast í vinnualka, er alltaf að vinna þótt að ég sé alltaf að segja að nú taki ég mér frí í nokkra daga.... en nei það er hringt í mig og áður en ég veit af er ég búina að missa orðið já út úr mér og komin í vinnudressið.... En ég ætla sko að vera heima hjá mér um helgina og sofa út og borða nammi og góðan mat og helst að gera ekki neitt..