Monday, December 3, 2007
Jólagjafir
Ég er ekki sú verslunarglaðasta manneskja í heimi finnst ekkert sérstaklega gaman að þræða búðir og hvað þá á þessum tíma... mér finnst að allir eiga bara að byrja að safna einhverju eins og matarstelli eða sokkum því þá yrði þetta svo lítið mál.. Ég veit hvað ég ætla að gefa sjálfri mér og það er fóstbræðraserían og mun ég liggja fyrir framan imbann öll jólin bara ég, sængin, nammiskálin og fóstbræður:). Annars langar mig mest að finna þá manneskju sem ákvað að hafa jólasveinana 13 og fannst ótrúlega sniðugt að þeir skyldu allir gefa í skóinn .Úff þetta er eitt það leiðinlegasta við jólin af því að ég man þetta alltaf um miðja nótt og þarf þá að rjúka út í búð eins og reytt hæna í náttbuxum í leit að einhverju rusli... jæja ætla að hætta að tuða í bili og reyna að finna þetta jólaskraut og reyna að lífga upp á þetta myrkur úti:))