Thursday, November 22, 2007

Hver vil ég vera???

Ég er alveg á því að allir séu pottþétt með 2 ef ekki 3-4 persónuleika þannig að beisiklí erum við öll geðveik.... Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég örverpið í fjölskyldunni og hef kanski komist upp með ýmislegt... en þegar ég var krakki var ég líklega haldin illum anda því ég var bully.. lamdi frænku mína með sippubandi af því að hún kunni ekki að sippa btw ég var 7 og hún 4... gerði grín að bestu vinkonu minn af því að var ekki synd 5 ára og er ég bara ekkert hissa að við séum ekki vinkonur í dag... Ég laug ósjaldan og t.d. laug ég upp á strákinn á móti sem var 13 að hann væri alltaf að stela einhverjum böndum af klossunum mínum (af því að 13 ára strák langar nenfilega svo mikið að eiga svoleiðis) það stal þeim enginn ég henti þeim í niðurfallið af því að mig langaði að eiga alla liti af þessum stórmerkilegu klossum. Ég er ekki alveg viss hvenær ég skipti um persónuleika því ég var hálfgert kvikindi og smá lygari á mínum unglingsárum en hvað unglingur er ekki svoleiðis... Ég er hinsvegar alveg á því að ég sé gjörbreytt manneskja í dag þótt að þessu púki fortíðar blundi stundum í mér en ég lýg nú ekki upp á fólk.. Þannig að ég var að spá þar sem ég er gjörsamlega á villgötum með sjálfan mig stundum ætli það sé bara hægt að breyta persónuleikanum sínum eða er þetta meðfæddur anskoti???? og er hægt að týna sjálfum sér þið vitið er maður ekki alltaf þar sem maður er vá þið verðið alla helgina að pæla í þessu:)

No comments: