Sunday, October 28, 2007
Tattostofa Gumma
Ég er nú kanski eins og flestir vita sem lesa þessa síðu dagmamma og er því alltaf heima á daginn þegar skólinn er búinn hjá litla gerpinu.... Það er því mjög vinsælt að koma hingað eftir skóla hjá strákunum af því að ég baka fyrir þá og litlum strákum er eitthvað illa við það að vera einir heima. En ég er mjög þolinmóð og er yfirleitt með svona 11 krakka eftir hálftvö ég veit er að bíða eftir að ég snappi einn daginn og endi á 33 c..... en um daginn var ég ekki í góðu skapi einn sem ég er að passa var búin að væla meira og minna allan daginn og Gummi kemur heim og eftir stutta stund byrjar hópurinn að hrúgast inn og ég nett pirruð og æsti mig eitthvað yfir þessu og sagði að ég nennti ekki að hafa fullt hús af krökkum..... Gummi horfði bara á mig og sagði svo róleg þetta eru viðskiptavinir????' Já ég bara gat lítið sagt við því ,,, pabbi hans gaf honum nefnilega einhverja tatto vél um daginn og já sonur minn sá sér leik á borði og er búin að opna tattostofu.... Ég er samt að spá í að leyfa bara vissa opnunartíma ,,,kæri mig nú ekki um að fá fólk allan sólarhringinn í tatto.... En mikið svakalega er erfitt þegar börn fara í taugarnar á manni Gummi á einn vin sem að ég bara meika ekki og mér finnst það svo leiðinlegt og í rauninni hálf barnalegt af mér en það er bara sama hvað ég reyni að vera næs við hann það virkar ekki ég fæ alveg fjólubláar bólur bara þegar ég sé númerið hans á númerabirtinum og langar yfirleitt ekkert að svara en ef ég geri það ekki þá er hann mættur efti 1 af því að hann veit að ég er heima...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hehe og er drengurinn góður í listinni ? En greinilegt að hann á svör við öllu
Ég veit ekki hvort að ég geti sagt að hann sé góður en ég veit svo sem ekkert um list...kanski er hann alger snillingur:)
Post a Comment