Thursday, December 27, 2007
jæja þetta er orðið gott
Börnin mín eru búin að vera í útlöndum í viku og mér finnst þetta orðið fínt, vil fá þau aftur núna takk. Ekki það að ég er búin að hafa það voða næs en vika er meira en nóg, ég er dauðfegin að vera að fara að vinna alla helgina lætur tímann líða hraðar en vá hvað það er hægt að sakna svona óþekktarorma mikið, vantar svo mikið unglinginn minn með fyndnu gelgjuveikina og litla orminn minn hann Gumma til að segja mér allskonar vitleysu ,,, heyrði í honum áðan og hann er að fá hálsbólgu og þá þarf maður að vera hjá mömmu er það ekki... Omg það bara liggur við að ég fari að grenja... En löng vinnuhelgi framundan og þá eru bara 4 dagar:)
Monday, December 24, 2007
jólablogg
Jæja þá er aðfangadagur runnin upp með snjó og læti, held samt að honum sé að rigna í burtu:(. Börnin mín hringdu áðan já já þau voru bara í 30 stiga hita á ströndinni og Gummi segir að hann sé orðinn shit brúnn sko:). En annars bíð ég bara spennt eftir að allt þetta aðfangadagsvesen verði búið, því að í kvöld ætla ég að afsveina fóstbræðraspóluna mína og fara í náttarann og hanga upp í sófa og helst ekki hreyfa mig mikið.... allir velkomnir sem eru í sama gírnum:) En annars bara gleðileg jól dúllurnar mínar,,, elska ykkur öll alveg í tætlur:)
Thursday, December 20, 2007
ekki svona jólakort fyrir mig takk
Vá hvað mér finnst þessar kellingar klikkaðar ,,, ég yrði ekki kát ef ég fengi svona jólakort finnst þetta mjög ósmekklegt. Afhverju þurfa þær líka alltaf að koma með einhver vonlaus slagorð eins og bolirnir sem þær bjuggu til "konur eru líka fólk í fötum" what..Var einhver sem var ekki að fatta það ..svo verða þær alltaf voða hissa þegar þaim er úthúðað á bloggum.
Ertu skarpari en .......
Ég sem hélt að við hefðum loksins uppgvötvað sjónvarpsefni á eigin spýtur en nei þetta er líka tekið frá kananum.... Nema að ég held að það sé aðeins gáfaðara fólk í þessu á Íslandi
http://www.youtube.com/watch?v=uEP7uti0PDw
http://www.youtube.com/watch?v=uEP7uti0PDw
Wednesday, December 19, 2007
Tuesday, December 18, 2007
Monday, December 17, 2007
idol,idol,idol???
Ég var að lesa fréttirnar og ég held að við séum að verða uppiskroppa með fréttaefni hér á Íslandi... Afhverju er þetta mál með Kalla Bjarna svona stórmerkilegt hvenær var maðurinn frægur?? Ekki var viðtal við mömmu hans Gunna Putta sem situr núna inni fyrir stórfellda glæpi á Litla Hrauni ég bara get ekki séð að Kalli Bjarni hafi verið eitthvað frægari en hann.. Séð og heyrt var með ósmekklega frétt um daginn að pabbi hans KB hefði dáið ,,, vá hver fer með þetta í blöðin ég bara spyr er þetta einhver í fjölskyldunni sem vantar athygli eða pening ég bara spyr.en g er nú glöð með það að réttarkerfið á Íslandi virki líka á "frægt fólk"... Og svona í lokin þá spyr ég hvað telja Íslendingar vera frægð???
Friday, December 14, 2007
Monday, December 3, 2007
Jólagjafir
Ég er ekki sú verslunarglaðasta manneskja í heimi finnst ekkert sérstaklega gaman að þræða búðir og hvað þá á þessum tíma... mér finnst að allir eiga bara að byrja að safna einhverju eins og matarstelli eða sokkum því þá yrði þetta svo lítið mál.. Ég veit hvað ég ætla að gefa sjálfri mér og það er fóstbræðraserían og mun ég liggja fyrir framan imbann öll jólin bara ég, sængin, nammiskálin og fóstbræður:). Annars langar mig mest að finna þá manneskju sem ákvað að hafa jólasveinana 13 og fannst ótrúlega sniðugt að þeir skyldu allir gefa í skóinn .Úff þetta er eitt það leiðinlegasta við jólin af því að ég man þetta alltaf um miðja nótt og þarf þá að rjúka út í búð eins og reytt hæna í náttbuxum í leit að einhverju rusli... jæja ætla að hætta að tuða í bili og reyna að finna þetta jólaskraut og reyna að lífga upp á þetta myrkur úti:))
Subscribe to:
Posts (Atom)