Jæja þá eru jólin að koma einu sinni enn mér finnst nýbúið að vera vor úff þetta líður aðeins of hratt, eða mér finnst það þótt að það sé voða gott því áður en maður veit af verður komið sumar:) Ég er að reyna að byrja að skreyta heima hjá mér og komast í jólaskap því mér kvíður pínu fyrir þessum jólum þar sem að börnin mín verða á kanarí frá 20 des til 3 jan.... úff hvað ég held að það verði erfitt að vera fyrstu jólin án þeirra væri öðruvísi ef ég væri fimmtug og þau flutt að heiman. Ég á líklega eftir að hella mér bara út í vinnu og liggja fyrir framan sjónvarpið yfir fóstbræðrum þar sem að planið er að kaupa alla seríuna og gefa sjálfri mér í jólagjöf:) Ég var búin að troða mér í mat til Drífu vinkonu á Aðfangadag en vá hvað mamma tók það nærri sér þannig að ég verð líklega að fara þangað í mat svo henni sárni nú ekki of mikið og geri mig arflausa....
En út í allt annað að þá er ég á fullu að leita mér að öðru djobbi er orðin hundleið á þessu starfi eða það er að segja barnapíustarfinu verð bara að halda út nokkra mánuði enn :) :( :/
Annars er nú ýmislegt að pirra mig þessa dagana sem ég er ekki alveg viss hvernig ég á að taka á en ég ætla nú ekkert að fara að hella því yfir ykkur þannig að ég bara kveð í bili .....
Monday, November 26, 2007
Thursday, November 22, 2007
Hver vil ég vera???
Ég er alveg á því að allir séu pottþétt með 2 ef ekki 3-4 persónuleika þannig að beisiklí erum við öll geðveik.... Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég örverpið í fjölskyldunni og hef kanski komist upp með ýmislegt... en þegar ég var krakki var ég líklega haldin illum anda því ég var bully.. lamdi frænku mína með sippubandi af því að hún kunni ekki að sippa btw ég var 7 og hún 4... gerði grín að bestu vinkonu minn af því að var ekki synd 5 ára og er ég bara ekkert hissa að við séum ekki vinkonur í dag... Ég laug ósjaldan og t.d. laug ég upp á strákinn á móti sem var 13 að hann væri alltaf að stela einhverjum böndum af klossunum mínum (af því að 13 ára strák langar nenfilega svo mikið að eiga svoleiðis) það stal þeim enginn ég henti þeim í niðurfallið af því að mig langaði að eiga alla liti af þessum stórmerkilegu klossum. Ég er ekki alveg viss hvenær ég skipti um persónuleika því ég var hálfgert kvikindi og smá lygari á mínum unglingsárum en hvað unglingur er ekki svoleiðis... Ég er hinsvegar alveg á því að ég sé gjörbreytt manneskja í dag þótt að þessu púki fortíðar blundi stundum í mér en ég lýg nú ekki upp á fólk.. Þannig að ég var að spá þar sem ég er gjörsamlega á villgötum með sjálfan mig stundum ætli það sé bara hægt að breyta persónuleikanum sínum eða er þetta meðfæddur anskoti???? og er hægt að týna sjálfum sér þið vitið er maður ekki alltaf þar sem maður er vá þið verðið alla helgina að pæla í þessu:)
Friday, November 16, 2007
Wednesday, November 14, 2007
Mín fyrstu kaup á e-bay
Já ég hef alltaf verið að spá í hvað fólk er alltaf að versla á e-bay..... jæja fór að skoða þarna í gær og ákvað að testa þetta uppboðsdæmi.... ég vann eða þið vitið það var reyndar enginn að bjóða í gripinn nema ég og ég passaði mig á að kaupa eitthvað sem var lítill tími eftir þar sem´að ég er mjög óþolinmóð þegar kemur að því að bíða.... Hér er mynd af gripnum sem kostaði mig 3000 hingað kominn...:)
Subscribe to:
Posts (Atom)