Ég stórefast um að nokkur sé að lesa þetta blogg lengur þar sem að ég var eiginlega búin að gleyma því sjálf að ég ætti blogg.... Eins og flestir hafa tekið eftir að þá er eitthvað fjármálavesen í heiminum og já já það er slæmt en getur nú varla versnað....Þetta er fínt sko nú hefur maður einhverja sögu að segja barnabörnunum þegar maður verður gamall... Annars held ég að þetta sleppi hjá mér en ef ekki að þá er systir mín búin að bjóðast til að innrétta bílskúrinn sinn fyrir mig hversu sætt er það ...:) Annars ætlaði ég að tala um fólkið sem að er að fara yfirum og er að taka alla sína peninga út úr bankanum og geyma undir koddanum sínum... er svo með stöðugar áhyggjur að securitas sé að fara á hausinn og hvað þá,,,,ímynda sér hluti sem eru ekki að gerast....Fólk er t.d. sannfært um að fólkið á fínu stóru jeppunum séu klárlega að reyna að valda árekstri við litla smábíla til að fá bílinn borgaðann...Fólk er að hamstra mat eins og vitleysingar og svo heyrir maður að búðir eins og Bónus séu að fela mat til að fólk haldi að allt sé að klárast.... Ókey segjum að skortur yrði á mat það verður aldrei það slæmt að ALLT klárist maður verður bara að lifa á bökuðum baunum sem er alls ekki svo slæmt fyrir utan fretið og smellið af því. Einn einkaþjálfari í WC sagði við mig um daginn að þetta væri þrælfínn tími þar sem að fólk væri að spara og lifði á haframjöli og vatni,,, það auðveldaði vinnuna hans heilmikið.... Ég tel það rangt hjá honum þar sem að ég held að sala á mc donalds muni aukast til muna núna og við endum sem feitasta þjóðin í heiminum með dauðan gjaldmiðil.
Annars er ég bara góð fyrir utan að ég hef ekki hugmynd um hvað ég vil er að skoða skóla á fullu í trollhättan, en er ekki viss um að mig langi að fara út..... langar í sumarbústað NÚNA eða kannski bara að flytja út á land.... Er ekki komin með kall ennþá sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ég virðist alltaf falla fyrir MR.wrong sem minnir mig á það munið þið eftir myndinni MR.wrong hún var sjúklega fyndin... hún verður klárlega tekin á dvd um helgina... Well hef ekkert meira að segja í bili og ekkert víst að hafi eitthvað meira að segja á næstunni á mér voða lítið líf þessa dagana þar sem að ég vinn og vinn aðeins meira borða stundum og skelli mér í ræktina....helgarfríinu ætla ég að eyða á handboltamóti og að horfa á MR.wrong að sjálfsögðu og borða nammi en er farin að rugla og gleyma að gera punkta .....
Wednesday, October 15, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)