Jæja ég er að hugsa um að deila með ykkur einhverju ómerkilegu og merkilegu það er að segja ef að einhver les þessa síðu ennþá hef ekki bloggað í laaannngan tíma. Annars er nú ekkert voðalega mikið að frétta því ef ég er ekki að vinna að þá er ég bara að vinna einhversstaðar annarstaðar held að ég sé búin að koma mér í allar nefndir sem hægt er að vera í .... hef ekki hugmynd afhverju því ég er ekki sú skipulagðasta..... En það er líklega af því að ég er LÚÐI eða það segir dóttir mín það fylgdi reyndar með að ég væri líka KRÚTT þannig að þetta er ekki svo slæmt eða þannig ,33 ára og lúðalegt krútt.... kannski ekki það sem manni langar að vera....
Ég er ennþá kallalaus og afhverju get ég sagt ykkur en ætla ekki að gera það he he he en það er alveg merkilegt hvað margir hafa miklar áhyggjur af þessu og ég hef verið spurð hvort að það sé eitthvað að mér andlega að því að ég á ekki mann.... Maður eignast ekki bara mann af því að það þykir normalt, maður þarf nú að finna eitthvað er það ekki og ég er bara ótrúlega feimin og bíð alltaf eftir að karlmaðurinn taki sig til og lesi hugsanir mínar, átti sig á hvað ég er in love og taki fyrsta skrefið.....Þannig að líklega eru líkurnar á að ég gifti mig á næstu 5 árum engar:)
Vá en annars er ég búin að steingleyma hvað ég ætlaði að segja ykkur þannig að þetta stórmerkilega blogg er líklega ekkert að fara að vera neitt merkilegt en vá ég bloggaði þó er það ekki í áttina
Tuesday, May 6, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)